SÁÁ

Meðferð SÁÁ

- fyrir alkóhólista

Meðferðin getur verið allt frá stuttu inngripi á göngudeild upp í að vera viðamikil meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og öðru hvoru endurhæfingar-heimilinu í eitt ár með göngu-deildarstuðningi og dvöl á sambýli annan eins tíma. Meira...

- fyrir aðstandendur

Aðstandendum er fyrst og fremst sinnt í göngudeildum SÁÁ með viðtölum og sérstakri fjölskyldu-meðferð. Meðferðin tekur fjórar vikur en að auki geta aðstandendur nýtt sér vikulegan stuðningshóp í kjölfar meðferðarinnar. Meira...

- fyrir unglinga

Yfirstjórn unglingameðferðar er í höndum lækna. Þegar tekið er tillit til þess úr hvers konar vímuefna-neyslu unglingarnir koma má ljóst vera að læknismeðferðar er þörf vegna fráhvarfa og fylgikvilla. Slík þjónusta er veitt á Vogi. Meira...

- fyrir spilafíkla

Allir sem telja sig hafa vanda vegna fjárhættuspils eiga kost á einkaviðtali við ráðgjafa á Göngudeild Efstaleiti 7 eða Hofsbót 4 á Akureyri. Hver sem er getur pantað viðtalstíma í síma 530-7600 eða komið fyrirvaralaust og talað við vakthafandi ráðgjafa. Meira...

- á göngudeild

Algengt er að fólk leiti sér fyrst aðstoðar á göngudeildum og oft er hægt að leysa vanda þess án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma. Á göngudeild SÁÁ er umfangsmesta meðferðarþjónusta fyrir aðstandendur vímuefnafíkla á landinu. Meira...

Kynningarfundir

- eru haldnir alla miðvikudaga kl. 18:00 í Von Efstaleiti og í göngudeild Akureyri fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 17:30. Á fundunum er fjallað um starfsemi SÁÁ, fíkn-sjúkdóma og meðvirkni. Fyrirspurnum er svarað um tengd mál. Meira...

Fjölskyldumeðferð

Í meðferðinni er leitast við að auka þekkingu þátttakenda á fíknsjúkdómum, einkennum, birtingarmyndum og hvaða áhrif fíknsjúkdómur getur haft á alla þá sem búa í návígi við hann. Reynt er að hrinda af stað breytingum til bóta innan fjölskyldunnar. Meira...

Batahelgi

Markmið meðferðar er að auka skilning þátttakenda á bata við alkóhólisma og hjálpa þeim til að glöggva sig á hvar þeir eru staddir í þróun batans. Þátttakendur ættu að skilja betur en áður, hvaða verkefnum þeir standa frammi fyrir. Meira...

Foreldrafræðsla

- er alla þriðjudaga kl. 18:15 á Sjúkrahúsinu Vogi. Sérstök fræðsludagskrá fyrir foreldra unglinga sem eru eða hafa verið í meðferð hjá SÁÁ. Hentar einnig vel fyrir foreldra sem eru að byrja að leita sér aðstoðar.

Meira...

Aðstandendur

Meðferð fyrir aðstandendur alkóhólista/fíkla. Það skiptir engu hvort alkóhólistinn/fíkilinn hefur farið í meðferð eða ekki. Meðferðin fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum í fjórar vikur og stendur frá kl 17:30 til kl. 20:00. Meira...

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta SÁÁ við börn alkóhólista miðast við 8 - 18 ára börn sem ekki eru byrjuð að neyta fíkniefna. Sálfræðingar SÁÁ leggja sig fram um að nálgast börn og foreldra af nærgætni og virðingu fyrir þeim vanda sem þau standa frammi fyrir.  Meira

AA-leiðin

Algengur misskilningur um AA-samtökin er að þau séu trúhreyfing. Einkum er það algengt hjá nýliðum að misskilja áherslu AA á andlega þáttinn. Sporin tólf eru leið AA-samtakanna til heilbrigði og á engan hátt trúaryfirlýsing. Meira...

Fyrirlestrar

Margir fyrirlestrar eru haldnir fjölskyldumeðferðinni, foreldra-fræðslu, í stuðningshópum, á batanámskeiðum, kynningarfundum og öðrum opnum fundum sem SÁÁ stendur fyrir.

Almenningur

SÁÁ eru fjölmenn samtök og margir hafa komið inn á félagaskrá samtakanna í gegnum árin. Sam-tökin standa vel fjárhagslega og njóta velvildar og stuðnings meðal almennings og stjórnvalda.

Sjálfspróf

Er áfengisneyslan er í lagi ?

Ef þú drekkur stundum fjóra daga samfellt og skelfur eftir drykkjuna? Hefur farið í bindindi eða hugsað um að hætta? Ástvinir þínir eða foreldrar haft áhyggjur? Meira...

Rannsóknir

SÁÁ og NIDA rannsaka lyf sem á að koma í veg fyrir föll hjá amfetamín-fíklum eftir meðferð. Lyfið heitir naltrexone og hefur verið notað við áfengissýki. Rannsókn gefur vonir um að lyfið geti komið í veg fyrir föll hjá amfetamínfíklum.