SÁÁ

Sjúkrahúsið Vogur

 

 

Sjúkrahúsið Vogur
Stórhöfða 45
110 Reykjavík
Sími: 530 7600
Netfang:
vogur@saa.is

 

SÁÁ hefur byggt upp alhliða meðferðarþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra sem býður upp á marga valkosti.

 

Sjúkrastofnanir SÁÁ vinna saman sem ein heild og bjóða sjúklingunum mismunandi meðferð  eftir því hver meðferðarþörf þeirra er og hvaða tækifæri sjúklingar hafa. Þannig getur meðferðin verið allt frá stuttu inngripi á göngudeild upp í að vera viðamikil meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og öðru hvoru endurhæfingarheimilinu í eitt ár með göngudeildarstuðningi og dvöl á sambýli annan eins tíma.

 

Þungamiðjan í starfi SÁÁ

Allt frá upphafi hefur starfsemin á Vogi verið þungamiðjan í þessu starfi SÁÁ. Þar byrja flestir vímuefnasjúklingarnir meðferðina og nær allir vímuefnasjúklingar sem leita sér meðferðar á Íslandi koma þar fyrr eða síðar.

 

Frá fyrsta starfsári Vogs 1984 hefur þar verið stunduð nákvæm skráning og sjúkdómsgreining á vímuefnavanda þeirra einstaklinga sem þangað koma ár hvert. Notaðir hafa verið sömu staðlarnir við greininguna í þessi 30 ár sem gera tölulegu upplýsingarnar betur samanburðarhæfar frá ári til árs. Skráningin er einstaklingaskráning og á hverju ári er einstaklingur aldrei skráður nema einu sinni. Endurinnlagnir hafa því ekki áhrif á skráninguna.

 

Sjúkrahúsið Vogur er langumfangsmesta meðferðarstofnun landsins og svo stór hluti vímuefnasjúklinga leitar þangað að sjúklingahópurinn á Vogi endurspeglar mjög vel ástandið í vímuefnamálum hér á landi.

 Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs SÁÁ er Þórarinn Tyrfingsson
Hjúkrunarforstjóri er Þóra Björnsdóttir
Dagskrárstjóri er Páll Bjarnason