SÁÁ
Viðtal: Ari Matthíasson / 
19. ágúst 2012 / 23:17

Notum peningana í annað

Ari Matthíasson

„Ég hefði haldið að við vildum draga úr áfengisneyslu og nota alla peningana í annað og létta byrðinni af heilbrigðiskerfinu, lögreglunni, fangelsunum, börnunum, sem eru innan um fyllibytturnar, og öllu þjóðfélaginu.”

 

 

Úr SÁÁ blaðinu

-önnur viðtöl

Viðtal við Herbert og son

,, Maður var strax öðruvísi en annað fólk, eirðarlaus og gramur, óánægður með það sem maður fékk og vildi alltaf eitthvað betra.”

 

 

Viðtal við Guðrúnu Kristjánsd.

Konur sem glíma við alkóhólisma ætla að ná vopnum sínum enda upplifa þær oft valdaleysi og litla stjórn yfir eigin lífi.

 

 

Viðtal við Móeiði Unu

„Ég gef allt mitt í það að halda mér edrú og gera prógrammið því að ég vil ekki fara að drekka aftur."

 

 

Viðtal við Lindu Pé

„Með því að lifa lífinu edrú ertu strax að bæta heilsuna til muna. Það er erfitt að sinna heilsunni drukkinn”

 

 

„Það hefur enginn gert þetta áður á Íslandi,” segir Ari Mattíasson sem rannsakaði byrði íslensks þjóðfélags af áfengis- og vímuefnafíkn til sem lokaverkefni til meistaragráðu í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands á síðasta ári.

 

Ari, sem er nú framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, starfaði áður sem framkvæmdastjóri  félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ, og því enginn nýgræðingur í áfengismálum.

 

Hann segir að margar rannsóknir af þessu tagi liggi fyrir erlendis. Yfirleitt séu þær unnar af fjölmennum teymum. „Ég geri mér ekki grein fyrir að þetta er ekki fullkominn pappír hjá mér,” segir Ari og segist fagna því ef aðrir fræðimenn gagnrýni forsendur hans og finni galla á verkinu; það verði aðeins til þess að gera niðurstöðuna réttari og bæta þekkingu á málinu.

 

„Ég gerði þetta af því að mig langaði til að umræðan um þessi mál yrði meiri, og að  löggjafinn gæti betur gert sér grein fyrir því hver er vandinn. Í kjölfarið gætum við gert okkur grein fyrir því hvað við viljum og hve mikið viljum við að fólk noti áfengi,” segir Ari. „Ég hefði haldið að við vildum draga úr áfengisneyslu og nota alla peningana í annað og  létta byrðinni af  heilbrigðiskerfinu, lögreglunni, fangelsunum, börnunum, sem eru innan um fyllibytturnar, og öllu þjóðfélaginu.”

 

Hverju heldurðu að þessi rannsókn geti skilað inn í umræðu og stefnumótun um áfengismál í landinu?

„Helst mundi ég vilja að umræðan yrði faglegri. Helst vildi ég að hún væri ekki rekin áfram af upphrópunum; að við þurfum ekki að búa við það lengur að þingmaður, sem er alinn upp í frjálshyggjuungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins komi fram opinberlega og segist hafa farið til Ítalíu og engan fullan mann hafa séð þar í landi og þess vegna sé þar ekkert áfengisvandamál. Að svona málflutningur sé ekki lagður fram sem liður í umræðu um áfengislöggjöf. 

 

En þannig er þetta því miður á Íslandi í dag. Mönnum helst uppi að halda hverju sem er í umræðu um áfengismál.

 

Það er líka talað um að þjóðfélagið og ríkið hafi svo miklar tekjur af áfengissölu. Það er í rauninni ekki rétt. Skattlagning á áfengi er ekkert annað en færsla frá einum manni yfir í sameiginlegan vasa. Þú tekur peninga af einum til að borga annað. Ríkið er ekki að skapa neinar tekjur með áfengissölu. Með hækkaðri skattlagningu á áfengi er ríkið hins vegar beinlínis að draga úr áfengisneyslu vegna þess að þá drekkur fólk minna. Hærri skattlagning á áfengi sparar ríkinu og þjóðfélaginu peninga með því að draga úr drykkju.

Fyrir 2-3 dögum hlustaði ég á mann að tala í morgunútvarpið og hann sagði að skattlagning á áfengi og tóbaki hefði ekki haft nein áhrif á neysluna. Hann hefur algjörlega rangt fyrir sér vegna þess að skattlagningin hefur beinlínis haft mikil áhrif.

 

Það sést best á tóbaki, sem var hækkað stórkostlega í verði fyrir fáum árum, tekið úr sjoppunum og sett undir borð. Síðan hefur tóbaksneysla dregist stórkostlega saman og er nú meðal þess sem minnst gerist í Vestur-Evrópu.

 

Á sama tíma voru álögur á áfengi lækkaðar – af því að áfengisgjaldið hélt ekki í við verðlagsþróun. Það ásamt aukinni kaupgetu almennings árin fyrir hrun ýtti undir  áfengisneyslu. Á sama tíma voru menn að tala um að færa inn í matvörubúðir og draga úr meðvitund almennings um hversu hættulegt efni áfengi er. Allt þetta lagðist á eitt við að auka áfengisneyslu.

 

Ég segi fyrir mig, að það er furðulegur andskoti, að ÁTVR, sem var sett á laggirnar til að hafa bönd á áfengisneyslu landsmanna, fari í þá vegferð að breyta áfengisverslununum algerlega, skýra þær upp á nýtt og kalla þær Vínbúðir, og hafa vínsmökkunarspessíalista og vínmeistara í búðunum.

 

Þarna er ÁTVR á villigötum, hún er ekkert til þess.

 

Þegar gera á þær kröfur að einungis verði seldar sjálfslökkvandi sígarettur þá kvartar ÁTVR opinberlega undan því fyrir hönd heildsala og talar um allt of stuttan frest.

Í meira en eitt ár var engin stjórn í ÁTVR, Ríkið var stjórnlaust, og það er með ólíkindum að slíkt ríkisbatterí væri án stjórnar í eitt ár. 

 

Þegar unnið var að endurskoðun áfengisstefnu í fjármálaráðuneytinu fyrir nokkrum misserum þá voru lögfræðingar og viðskiptafræðingar að vinna að því og margir þeirra eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að áfengi fari í matvöruverslanir. Af hverju sátu ekki raunverulegir fagmenn í þeirri nefnd, heilbrigðisstarfsmenn og hagfræðingar sem hafa þekkingu á málaflokknum?

 

Við erum svo grandalaus fyrir þessu. Það er ekki fyrr en við sjálf eða einhver nákominn lendir í veseni með áfengi að menn fara að opna augun fyrir þessum málum."

 

 Sjá einnig SÁÁ blaðið 3.tbl 2011

 

 

 

Til baka...