Niðurstöður jafngilda ekki sjúkdómsgreiningu.
Sjúkdómsgreiningar SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 – greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.
Hófleg drykkja?
-
Í gegnum tíðina hefur margoft verið reynt að skilgreina mörk milli ofdrykkju og hófdrykkju áfengis.
-
Með auknum rannsóknum um heim allan, hefur svo komið í ljós að það er ekkert til sem heitir hófdrykkja, þ.e. neysla á áfengi sér að skaðlitlu eða skaðlausu.
-
Breytir þá engu hvort um er að ræða áfengi í formi bjórs, léttra vína eða sterkra og brenndra vína.
-
Íslenski málshátturinn „allt er best í hófi“ á því alls ekki við um áfengisneyslu.
-
Engin áfengisneysla er boðorð dagsins.
- Hér er tengill inn á síðu embættis Landlæknis
- Hér er tengill inn á síðu Surgeongeneral í Bandaríkjunum
Einn drykkur af áfengi = einfaldur sjúss á bar
Þegar rætt er um einn drykk af áfengi eða einn skammt af víni í fréttum um rannsóknir á áhrifum drykkju er átt við skammt sem inniheldur um 12 g af hreinu áfengi. Slíkur skammtur svarar til u.þ.b. eins barskammts, sem eru 30 ml af brenndu víni (einfaldur sjúss), um 150 ml af léttu víni eða um 400 ml af bjór.
