Fara í efni

Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf fer fram hjá Símenntun Háskólans á Akureyri samhliða starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum SÁÁ.

Viltu verða áfengis- og vímuefnaráðgjafi? 

Bóklega nám:

SÁÁ hefur lengi rekið skóla til að þjálfa einstaklinga í þetta starf en vorið 2023 var samið við Símenntun Háskólans á Akureyri um að hýsa námið og vinna með okkur að koma þessu nám inn í háskóla umhverfið. Fleiri upplýsingar um bóklega námið má finna hjá Símenntun Háskólans á Akureyri.

Starfsnám:

SÁÁ bíður upp á launaða starfsþjálfun fyrir þá sem hyggjast starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar.

Starfsþjálfun hjá SÁÁ uppfyllir skilyrði um þjálfun sett af Embætti Landlæknis til löggildingar. Nemar eru undir handleiðslu fagfólks með sérþekkingu á fíknsjúkdómi og hljóta alhliða þjálfun í að styðja skjólstæðinga og aðstandendur þeirra til jákvæðra breytinga m.a. með samtölum, viðtölum, fræðslu og hópavinnu og veita þeim stuðning í gegnum viðeigandi meðferð og annað sem starfsgreinin tekur til.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í áfengis- og vímuefnaráðgjöf undir handleiðslu
  • Samskipti og þjónusta við sjúklinga
  • Þverfagleg teymisvinna

Starfsnámið innifelur reglulega handleiðslutíma um dagleg meðferðarstörf og námskeið og handleiðslu í áhugahvetjandi samtali.

 

Hæfniskröfur:

Stúdentspróf
Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veitir:

Júlí Aspelund, Fagstjóri fræðslu og þjálfunar

 

Hvað er áfengis- og vímuefnaráðgjöf? 

Tilgangur starfs áfengis- og vímuefnaráðgjafa er að bæta lífsgæði einstaklinga með vanda vegna áfengis- eða annarra vímuefna með áherslu á að hjálpa þeim að draga úr eða hætta notkun vímuefna og auka skilning þeirra á fíknisjúkdómum. Áfengis- og vímuefnaráðgjafi aðstoðar fólk við að meta stöðu sína gagnvart notkun og áhrifum vímuefna á líf þess. Hann styður skjólstæðinga og aðstandendur þeirra til jákvæðra breytinga m.a. með samtölum, viðtölum, fræðslu og hópavinnu og veitir þeim stuðning í gegnum viðeigandi meðferð.“
– Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, www.far.is

 

 

Hvað þarf að gera til þess að verða löggiltur áfengis- og vímuefnaráðgjafi?

Áfengis- og vímuefnaráðgjafar eru ein af heilbrigðisstéttum landsins sem starfa eftir lögum um heilbrigiðsstarfsmenn. Embætti landlæknis setur eftirfarandi kröfur til að fá starfsréttindi:

  • Lokið 300 kennslustundum.
  • Lokið 3 ára eða 6.000 klukkustundum í vinnu á þar til gerðri heilbrigðisstofnun.
  • Fengið leiðsögn í 225 klukkustundir og beina handleiðslu í 75 klukkustundir.
  • Lokið tilskildum prófum og fengið vottun á starfshæfni.

 

Hvar fer nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf fram?

Námið fer fram á tveimur stöðum

1. Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á fjarnám til að ljúka 300 kennslustundum. Hér getur þú séð allt um fjarnámið og skráð þig í það Símenntun Háskólans á Akureyri.

2. SÁÁ býður upp á starfsnám sem veitir leiðsögn og handleiðslu sem mætir skilyrðum fyrir starfsréttindi. Nemar fá samning og að lokinni starfsþjálfun fá þeir vottun á starfshæfni. Nemastöður hjá SÁÁ eru auglýstar reglulega og er sótt um þær á www.alfred.is

Nánari upplýsingar um starfsþjálfun má fá með því að senda erindi til starfsthjalfun@saa.is

 

 

Fjarnám

Ef þú hefur áhuga á að aðstoða fólk með fíknisjúkdóm og öðlast þekkingu og innsýn á þeirra vanda þá er þetta nám fyrir þig. Sérmenntun á sviði áfengis- og vímuefnaráðgjafar er ómissandi í þverfaglegri þjónustu við fólk með fíknsjúkdóm. Samstarf SÁÁ og Símenntunar Háskólans á Akureyri býður upp á fræðilega undirstöðuþekkingu með áherslu á hvernig megi styðja fólk til bata

 

Námið veitir grunnþekkingu um fíknsjúkdóminn, um áhrif vímuefna á líkama og hegðun, um afleiðingar fíknsjúkdóms á fólk, fjölskyldur og samfélag. Námið gefur innsýn í ráðgjöf fyrir fólk með fíknsjúkdóm, faglega framgöngu í ráðgjafastarfi og hugmyndafræði og siðfræði áfengis og vímuefnameðferðar. Einnig öðlast nemendur þekkingu á helstu gagnreyndu meðferðum sem styðja fólk til bata.

Námið er skipulagt og kennt af sérfræðingum sem starfa hjá SÁÁ með mikla reynslu af rannsóknum, starfi með fólki með fíknsjúkdóm og hafa kennt fagið innan SÁÁ fyrir starfsmenn í mörg ár.

Nú er námið í fyrsta sinn í boði fyrir alla á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri.

Hvað er sérstakt við þetta nám?

  • Þverfaglegt og sérsniðið að því að námsmenn öðlast þekkingu á fíknsjúkdómnum og er grunnur fyrir löggildingu sem áfengis og vímuefnaráðgjafi. Námið veitir ekki starfsleyfi (sjá nánar um skilyrði fyrir löggildingu).
  • Áfengis- og vímuefnavandi er stórt samfélagslegt vandamál og þörf er á folk með þessa sérþekkingu. Áfengis-og vímuefnaráðgjafar gegna ekki einungis hlutverki í heilbrigðiskerfinu, heldur geta starfað víða, þar sem fólk með fíknsjúkdóm þarf þjónustu.

Fyrirkomulag

Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf er 300 fræðslustundir og uppfyllir kröfur um fræðslu sem er hluti af skilyrðum til löggildingar. Námið er fjarnám og kennt í lotum á 3 önnum og hugsað með vinnu. Um vendikennslu er að ræða og umræðutímar og verkefnavinna eru í hverri lotu. Náminu lýkur með lokaprófi.

Starfsnám:

SÁÁ býður upp á launaða starfsþjálfun fyrir þá sem hyggjast starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar.

Starfsþjálfun hjá SÁÁ uppfyllir skilyrði um þjálfun sett af Embætti Landlæknis til löggildingar. Nemar eru undir handleiðslu fagfólks með sérþekkingu á fíknsjúkdómi og hljóta alhliða þjálfun í að styðja skjólstæðinga og aðstandendur þeirra til jákvæðra breytinga m.a. með samtölum, viðtölum, fræðslu og hópavinnu og veita þeim stuðning í gegnum viðeigandi meðferð og annað sem starfsgreinin tekur til.

Helstu verkefni og ábyrgð

  1. Þátttaka í áfengis- og vímuefnaráðgjöf undir handleiðslu
  2. Samskipti og þjónusta við sjúklinga
  3. Þverfagleg teymisvinna

Starfsnámið innifelur reglulega handleiðslutíma um dagleg meðferðarstörf og námskeið og handleiðslu í áhugahvetjandi samtali.