Fara í efni

TWEAK

TWEAK sjálfspróf

Sjálfspróf getur veitt einstaklingum vísbendingar um eigin stöðu. Niðurstöður jafngilda hins vegar ekki sjúkdómsgreiningu. Sjúkdómsgreiningar heilbrigðisstarfsfólks SÁÁ byggjast á greningaraðferðum fíknlækninga þar sem stuðst er við DSM-5 greiningarhandbók bandaríska geðlæknafélagsins.

Nafnið er þannig til komið að t vísar til enska orðsins " tolerance" í fyrstu spurningunni, W til " Worried" í annarri, E til "Eye opener" í þriðju, A til "Amnesia" í fjórðu og k til " "cut down" í þeirri fimmtu. Þetta skimunarpróf er einkum ætlað konum, en þó sérstaklega barnshafandi konum.

Merktu við ef þú telur já-svar eiga við hjá þér

 

Getur þú drukkið 5 drykki eða fleiri án þess að sofna eða deyja áfengisdauða? Merktu við ef svar þitt er já ( 5 drykkir eru 5 barskammtar( sjússar)af sterku áfengi eða 5 vínglös eða bjórglös ( 0,4 l)?
Hefur náinn vinur eða ættingi hafa áhyggjur eða kvartað vegna drykkju þinnar síðastliðin ár?
Hefur þú einhvern tíma fengið þér áfengi að morgni til að róa taugarnar eða eða draga úr timburmönnum?
Hefur vinur eða ættingi einhvern tíma sagt þér frá einhverju sem þú hefur sagt eða gert drukkin(n) en þú manst ekki eftir?
Finnst þér stundum að þú þurfir að draga úr áfengisneyslu þinni?

Niðurstaða

Fjöldi stiga: 0

Af svörunum að dæma er viðkomandi alkóhólisti. Útkoman bendir til áfengissýki og er það mjög alvarlegt mál ef ekkert er að gert. Leita skyldi til fagfólks með sérþekkingu á þessu sviði, hjá SÁÁ eða öðrum sem hafa slíka þekkingu.

Hæst er hægt að fá sjö stig á TWEAK þar sem jákvætt svar við fyrstu tveimur spurningunum gefur tvö stig en jákvætt svar við síðustu þremur gefur eitt stig.

Tvö stig eða fleiri benda til áfengisvanda sem kallar á frekari greiningu og eftir því sem stigin eru fleiri er vandinn meiri.

Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.

Niðurstaða

Fjöldi stiga: 0

Af svörunum að dæma getur viðkomandi verið róleg(ur) því áfengisneyslan er eðlileg.

Hæst er hægt að fá sjö stig á TWEAK þar sem jákvætt svar við fyrstu tveimur spurningunum gefur tvö stig en jákvætt svar við síðustu þremur gefur eitt stig.

Tvö stig eða fleiri benda til áfengisvanda sem kallar á frekari greiningu og eftir því sem stigin eru fleiri er vandinn meiri.

Spurningalistar geta hins vegar aldrei orðið eins nákvæmir og viðtal við fagfólk með sérþekkingu. Ef þú ert í einhverjum vafa skaltu því leita til slíkra aðila. Þú getur t.d. farið í viðtal á göngudeild SÁÁ í Reykjavík eða á Akureyri eða talað við heilsugæslulækninn þinn um málið.