Fara í efni

Starfsmannastefna SÁÁ

Markmið

Mikilvægasta auðlind SÁÁ er starfsfólkið. Markmið starfsmannastefnu SÁÁ er ætlaðað mynda umgjörðum þau starfsskilyrði sem SÁÁ býður uppá og tryggja starfsmönnum starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Starfsmannastefnan nær til allra þeirra sem ráðnir eru hjá SÁÁ. Markmið SÁÁ er að hafa alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta tryggt nauðsynlegt frumkvæði í störfum og veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum starfsemi SÁÁ.

Meginmarkmið SÁÁ er að:

Virða allt starfsfólk og viðhorf þeirra mikils virkja starfsfólk til að móta og bæta starfsemina. Starfa í anda jafnræðis og jafnréttis. Bjóða upp á verkefni þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín. Stuðla að því að starfmenn geti aukið þekkingu sína og starfshæfni Leggja áherslu á gæði starfs og hátt þjónustustig. Upplýsa starfsfólk um hlutverk þeirra og ábyrgð

Kröfur til starfsmanna að þeir:

Virði samstarfsfólk sitt. Séu viðbúnir þróun og breytingum og taki þátt í þeim. Viðhaldi þekkingu sinni og auki við hana. Sinni starfi sínu af trúmennsku og metnaði. Sýni ábyrgð

Starfsumhverfi

Áhersla á hvetjandi starfsumhverfi og góðan starfsanda. Rík áhersla er lög á heilsuvernd og öryggi starfsmanna svo starfsumhverfið fullnægikröfum um vinnuvernd.

Vinna einkalíf

Áhersla á að starfsfólk leggi rækt við eigin heilsu og samþætti vinnu og einkalífþannig að jafnvægi ríki.

Ráðningar

Tryggt skal að heimild sé fyrir stöðu þeirri sem auglýst er. Unnið er eftir skilgreindu og faglegu ráðningarferli þar sem jafnræði og hlutleysis er gætt. Sóst er eftir starfsfólki með mikla hæfni, sem sýnir frumkvæði í starfi, er jákvætt og sýnir vilja til aðtaka virkan þátt í framþróun spítalans.

Móttaka nýliða

Móttaka nýrra starfsmanna er skilvirk og fagleg og þeim verði veitt tækifæri til aðlögunar og starfsþjálfunar. Í þessu felst afhending starfslýsingar, kynning á samstarfsfólki, vinnustaðnum, réttindum og skyldum og að vinnuaðstaða sem með viðunandi hætti. Markmiðið með kerfisbundinni kynningu er að skapa jákvæð tengsl við vinnustaðinn og veita þær upplýsingar til nýs starfsfólks sem það þarf á að halda þannig að það verði ánægt og öruggt.

Starfslýsingar

Allt starfsfólk skal hafa skýra starfslýsingu sem segir til um hlutverk viðkomandi innan SÁÁ. Þar kemur fram hver eru helstu verkefni, ábyrgð og skyldur sem tilheyra viðkomandi starfi. Yfirmenn gera starfslýsingu fyrir þau störf sem ekki eru til starfslýsingar fyrir í samráði við það starfsfólk sem störfunum gegnir. Starfslýsing er ekki tæmandi lýsing á þeim verkefnum sem upp geta komið í viðkomandi störfum.

Starfsþróun

Starfsþróun er sameiginlegt verkefni allra starfsmanna. Stuðlað er að öflugri nýliðaþjálfun, vísindastarfi og leitast við að skapa starfsmönnum tækifæri til að takast á við ný verkefni. Starfsfólk skal leggja sig fram við að viðhalda faglegri þekkingu og færni eins og kostur er, einnig að deila þekkingu sinni með samstarfsfólki þegar við á. SÁÁ hvetur starfsfólk sitt til að taka frumkvæði og auka hæfni sína til að takast á við ný tækifæri sem bjóðast til starfsþróunar innan SÁÁ. Árleg starfsmannasamtöl gera markmið einstakra starfa, endurgjöf og starfsþróun markvissari.

Hollustuhættir

SÁÁ kappkostar við að búa starfsfólki sínu heilsusamlegt og gott umhverfi og skapa þar með vinnuaðstæður sem stuðla að velferð og árangri í starfi, á sama hátt er það á ábyrgð starfsfólks að leggjasitt af mörkum til að skapa slíkaraðstæður og viðhalda þeim. SÁÁ er reyklaus vinnustaður og ber að líta á það sem gagnkvæma hagsmuni að vellíðan og heilbrigði starfsfólks séu höfð að leiðarljósi. Starfsfólki ber að sýna samstarfsfólki sínu virðingu og háttsemi í öllum sínum samskiptum. Einelt og kynferðisleg áreitni er ekki undir neinum kringumstæðum liðin hjá SÁÁ.

Jafnrétti

Áhersla á jafna stöðu og jafnan rétt starfsmanna óháð kyni, þjóðerni eða trúarbrögðum. Allt starfsfólk SÁÁ skal vera jafnt fyrir lögum. Athuga skal reglulega hvort einhver mismunur er á heildarlaunum karla og kvenna að teknu tilliti til starfa. Tryggja skal að lögum og reglugerðum um jafnréttismál sé fylgt.

Miðlun upplýsinga

Upplýsingagjöf til starfsmanna er skilvirk og gagnvirk. SÁÁ leggur áherslu á mikil og góð samskipti svo og gagnkvæmtstreymi upplýsinga á milli stjórnenda og starfsfólk í þeim til gangi að skapa traust á milli starfsfólks og yfirmanna.

Kjaramál

Launakjör starfsfólks fara eftir gildandi kjarasamningum og stofnanasamningum eins og þeir eru á hverjum tíma. Ákvarðanir um launakjör starfsfólks taka að öðru leyti mið af því markmiði SÁÁ að geta haft á að skipa hæfu starfsfólki með þá menntun og reynslu sem á þarf að halda hverju sinni. Er þá leitast við að taka tillit til ábyrgðar, frammistöðu og árangurs.