Spurt og svarað
Hvernig geri ég beiðni um innlögn á Sjúkrahúsið Vog?
Hringir í síma 530-7600, skrifstofan á Vogi er opin virka daga kl.08:00-12:00 og kl.13:00-16:00.
Hverjir aðrir geta gert beiðni um innlögn?
Heimilislæknir/læknir/félagsráðgjafi/barnavernd o.fl. geta sent tilvísun eða haft samband og þá er gerð beiðni um innlögn. Einnig getur fjölskylda/aðstandendur hringt og gert beiðni um innlögn.
Hvað get ég gert ef ég á nú þegar beiðni um innlögn?
Ef þú bíður innlagnar eða óskar eftir annarri aðstoð, er hægt að leita á göngudeildir SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri í síma 530-7600. Þar er hægt að panta viðtal á staðnum eða í fjarþjónustu. Einnig eru meðferðarúrræði í göngudeildum sem geta komið í stað innlagnar á Sjúkrahúsið Vog.
Hvað getur biðtíminn verið langur eftir innlögn á Sjúkrahúsið Vog?
Biðtími eftir innlögn er að meðaltali 2-4 mánuðir fyrir einstaklinga sem eru að koma í 2. skiptið eða oftar í meðferð. Biðtími fyrir einstaklinga 25 ára og yngri, einstaklinga sem eru að koma í fyrstu meðferð eða langt er liðið frá síðustu meðferð (9-10 ár) er að meðaltali 2-4 vikur.
Hvað er meðferðin á Sjúkrahúsinu Vogi löng og er einhver eftirmeðferð?
Meðferðin á Vogi er um 10 dagar og inniliggjandi eftirmeðferð á Vík er 28 dagar, einnig eru mislöng meðferðarúrræði í göngudeildum SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri.
Hvert get ég leitað annað vegna vanda af fíknsjúkdómi?
Aðstoð vegna vanda af fíknsjúkdómi er að finna hjá heilsugæslunni, hjá velferðarsviði sveitarfélaga (félagsráðgjafar), einnig er fíknimeðferð á fíknigeðdeild Landspítalans og á bráðamóttöku geðdeildar, sími 543-1000.
Hvar er Vogur?
Sjúkrahúsið Vogur er staðsett að Stórhöfða 45, 110 Reykjavík.
Hvað kostar að koma í meðferð?
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við meðferð sjúkratryggðra í samræmi við gildandi þjónustusamninga við SÁÁ. Hægt er að fá nánari upplýsingar um greiðsluþátttöku og gjaldskrár í síma 530 7600
Hvað á ég að hafa með mér?
Gátlisti fyrir sjúkrahúsið Vog
Gátlisti fyrir meðferðarstöðina Vík
Sjá einnig algengar spurningar barna og unglinga.