Álfasalan 2025 er hafin og er tekjum af sölunni ætlað að styðja við meðferðarstarfið hjá SÁÁ. Í ár klæðist Álfurinn landsliðsbúningnum í tilefni þess að stelpurnar okkar eru á leiðinni á EM í fótbolta í sumar. Það eru því tvær útgáfur af Álfinum þetta árið, blár og hvítur en þeir félagar eiga skemmtileg samskipti í auglýsingaherferð Álfsins þar sem Álfurinn lifnar við í gerfi brúðu.
Álfasalan er mikilvægasta fjáröflun SÁÁ og gerir SÁÁ kleift að halda úti öflugu meðferðarstarfi sem hefur hjálpað þúsundum Íslendinga en þetta er í 39 skiptið sem Álfasalan fer fram.
SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog í Reykjavík og meðferðarstöðina Vík á Kjalarnesi. Einnig reka samtökin áfangaheimilið Vin og göngudeildir í Reykjavík og á Akureyri.
Takk fyrir stuðningin