Fara í efni

Hluti áfengis- og vímuefnasjúklinga kemur á göngudeildina til að leita ráðlegginga og greiningar á vanda sínum. Ef niðurstaða greiningarviðtals gefur tilefni til er viðkomandi lagður inn á sjúkrahúsið Vog í Reykjavík við fyrsta tækifæri og þá hefst hefðbundin áfengis- og vímuefnameðferð. Oft er hins vegar hægt að leysa vanda fólk án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma.

Flestir sjúklingar koma á göngudeildina að lokinni dvöl á Vogi eða að lokinni meðferð á Vík.

Aðstandendur og fjölskyldur fólks með fíknivanda geta einnig sótt margvíslega aðstoð og þjónustu á göngudeildina, sem og fólk með spilavanda.

Reglulega er boðið upp á námskeið fyrir aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm og eru þau auglýst sérstaklega á svæðinu.

Eftirtalin úrræði eru rekin í göngudeildinni á Akureyri:

Eftirfylgnihópar

Kvennahópar eru á þriðjudögum kl. 16:00 – 17:00
Karlahópar eru á miðvikudögum kl. 16:00 – 17:00

Aðstandandahópar eru á þriðjudögum kl.16:00-17:00

Stuðninghópur

Stuðninghópur hittist alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 11:00-12:00

Meðferðarhópar

Meðferðarhópur hittist alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13:00 – 14:30

Ungmennahópar

Ungmennahópur hittist á mánudögum kl. 15:00 – 16:00

Raðviðtöl/stuðningsviðtöl

Eftir nánara samkomulagi við ráðgjafa.

Fjölskyldunámskeið/foreldranámskeið

Námskeið fyrir aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm eru haldin eftir því sem efni standa til hverju sinni. Þessi námskeið eru auglýst sérstaklega.

(Áskilið er að mæta 15 mínútum fyrr í alla hópa til að fá aðgang að þeim)

 

 

Gjaldskrá göngudeildar

Gjald fyrir þjónustu göngudeildar er samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands á hverjum tíma og greiðslur fyrir þjónustu í göngudeild SÁÁ verða hluti af afsláttarstofni einstaklings hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Aðstandendur greiða með sama hætti fyrir þjónustu í göngudeild (viðtöl, fjölskyldumeðferð og hópa), enda verða þær greiðslur einnig hluti af afsláttarstofni einstaklings hjá SÍ.

Þeir sem eru með örorku eða á ellilífeyri greiða lægri gjöld í samræmi við gjaldskrá SÍ.

Göngudeild SÁÁ á Akureyri er til húsa í Hofsbót 4 á annarri hæð.

Símanúmer deildarinnar eru 462-7611 og 824-7609.

Aðalsími SÁÁ er 530-7600