Fara í efni
21. maí kl. 20:00 Viðburðir

Bubba Morthens tónleikar

Bubbi Morthens með tónleika í Von – Frítt inn á meðan húsrúm leyfir

SÁÁ býður landsmönnum á tónleika með Bubba Morthens í Von, Efstaleiti 7, miðvikudaginn 21.maí. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis – svo lengi sem húsrúm leyfir.

Það er okkur mikill heiður að fá Bubba Morthens, einn ástsælasta tónlistarmann þjóðarinnar, til að stíga á svið í þessu hlýlega og einlæga rými þar sem stuðningur, von og batavinna mætast. Tónleikarnir verða einstakt tækifæri til að njóta tónlistar og samveru í anda styrks og samstöðu.

Hvar: Von, Efstaleiti 7
Hvenær: Miðvikudaginn 21. maí kl. 20:00
Aðgangur: Ókeypis, á meðan húsrúm leyfir

Vinsamlegast skráðu þig hér-Uppselt

Allir eru hjartanlega velkomnir!