Þann 14.janúar næstkomandi mun fjölskyldudeild SÁÁ fara af stað með foreldranámskeið sem sérstaklega er ætlað foreldrum og/eða öðrum umönnunaraðilum ungmenna (18-25 ára) sem eiga í áfengis-og/eða vímuefnavanda, hvort sem þau hafi farið í meðferð hjá SÁÁ eða ekki.
Foreldranámskeiðið er byggt á gagnreyndum aðferðum eins og áhugahvetjandi samtalstæki (Motivational Interviewing) og CRAFT (Community Reinforcement and Family Training). Þessar aðferðir hafa reynst vel fyrir fjölskyldur fólks með fíknivanda.
Markmið námskeiðsins:
- Að auka þekkingu á fíknivanda ungmenna, þróun vandans og birtingarmyndum.
- Að kenna aðferðir til að hvetja ungmenni til breytinga, fjölskyldunni allri til bóta.
- Að efla og styðja foreldra með því að kenna leiðir til sjálfsræktar.
Fyrirkomulag námskeiðs:
- Námskeiðið telur 8 vikur (14. janúar til og með 4. mars)
- Haldið þriðjudaga frá kl 16:00 til 18:15
Umsjónarmenn námskeiðs eru:
Katrín Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og Þóra Björk Ingólfsdóttir sálfræðingur
Námskeiðið kostar 40.000.- fyrir einstakling og 70.000.- fyrir par
Með því að smella hér getur þú skráð þig á námskeiðið
Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu SÁÁ ( https://saa.is/medferd/fjolskyldumedferd/).
Einnig má senda fyrirspurnir á foreldrar@saa.iseða hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600.