Fara í efni
13. júní kl. 16:30-18:30 Viðburðir

Fræðslukvöld fyrir foreldra

Hvernig tala ég við barnið mitt um fíkn í fjölskyldunni?

Þriðjudaginn 13. júní n.k. verður hópfræðsla fyrir forráðamenn barna sem eiga foreldri eða annan náinn aðstandanda með fíknsjúkdóm.

Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir og Silja Jónsdóttir, sálfræðingar í Barnaþjónustu SÁÁ munu flytja fræðslu fyrir foreldra og aðra aðstandendur og stýra umræðum.
Þórunn Ansnes, áfengis og vímuefnaráðgjafi í fjölskyldudeild veitir ráðgjöf.

Fræðslan byggir á 15 ára reynslu SÁÁ af því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn fólks með fíknisjúkdóm.

Þeir sem mæta á fræðslukvöldið fá útprentað efni sem þeir geta nýtt sér og kynnt fyrir börnunum.

Markmið fræðslunnar:

  • Þátttakendur öðlist færni í að ræða um fíknsjúkdóminn við börnin sín.
  • Draga úr ráðaleysi og óöryggi sem getur fylgt aðstæðunum.
  • Auka lífsgæði og líðan þeirra sem búa við fíknsjúkdóm í fjölskyldunni.

Verð fyrir fræðslu: 6.000 kr. á einstakling og 9.000 kr. á par.

Skráning í síma 530-7600 eða senda póst á barn@saa.is