Fara í efni
28. ágúst kl. 09:00-12:30 Viðburðir

Golfmót SÁÁ - Styrktarmót

Styrktarmót SÁÁ verður haldið á golfvellinum Brautarholti þann 28. ágúst næstkomandi. Mótið hefst klukkan 09:00 og eru allir ræstir út á sama tíma. Léttur morgunmatur frá klukkan 08:15 og boðið er uppá súpu og brauð yfir verðlaunaafhendingu sem hefst klukkan 12:15.

Stórglæsilegir vinningar í boði, gjafabréf frá Icelandair, golfvörur frá Golfbúðinni, gjafabréf frá Sky lagoon og Fly over Iceland, ostakörfur, gjafabréf frá Vita, gjafabréf frá 66Norður, gjafakörfur frá Góu og margt margt fleira.

Allir fá teiggjafir og dregið verður úr skortkortum.

Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst inná golfbox eða hafa samband við stefan@saa.is / 8984584 eða gudny@saa.is/8985870

Allur ágóði rennur til SÁÁ

Mótsgjald er 14.900,-

Hlökkum til að sjá ykkur