Jólaball SÁÁ
Hið árlega og ástsæla jólaball SÁÁ verður haldið 27. desember kl. 12:00-14:00.
Við bjóðum upp á notalega samveru í jólastemningu þar sem gestir geta notið kaffis, gosdrykkja, smákaka og randalína.
Að venju sjá Sigga og Grétar um jólastemninguna og jólasveinarnir mæta í miklu stuði með gjafir handa krökkunum.
Við hlökkum til að sjá ykkur og fagna með ykkur í jólaskap