07. desember 2025
Álfasalan fram úr björtustu vonum
Síðasti dagur formlegrar jólaálfasölu er í dag. Salan hefur verið mjög góð og hver einasti jólaálfur farinn úr húsi hjá SÁÁ eða eins og Stefán Pálsson markaðs- og kynningarstjóri SÁÁ sagði "Álfarnir eru nú uppseldir hjá útgefanda.". Hann sagði einnig að nú þegar sölufólk er byrjað að skila af sér þá hafa flestir selt upp sínar birgðir, sem er auðvitað mjög gott.
Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ sagði, "Álfasala SÁÁ er mikilvægasta einstaka fjáröflunarverkefni SÁÁ, hún fer fram tvisvar á ári og það er gott til þess að vita hvað álfurinn er vel kynntur meðal Íslendinga. Að þessu sinni fer ágóðinn af álfasölunni til að fjármagna Sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ og þess vegna ánægjulegt hversu vel salan í ár hefði tekist."
Á myndunum má sjá hluta af sölufólkinu um helgina.