Fara í efni
05. desember 2025

Álfasalan gengur áfram vel - fyrir börnin

Álfasalan heldur áfram og verður út helgina.

Salan gengur mjög vel og sölufólk er mjög ánægt með viðbrögð og viðmót almennings.

Sölustaðirnir hafa auðvitað breytst í gegnum tíðina, reglur verslanaeigenda breytast milli ára og aðstaða sölufólks er auðvitað mjög mismunandi eftir sölustöðum.

En sölufólkið lætur það ekki á sig fá og lagar sig að aðstæðum á hverjum stað.

Við hjá SÁÁ erum sölufólkinu okkar ævarandi þakklátt fyrir vinnuna sem það leggur á sig í þessari mikilvægustu fjáröflun ársins.

Salan á Jólaálfinum skiptir höfuðmáli fyrir Sálfræðiþjónustu barna, sem SÁÁ hefur þróað og rekið frá upphafi í eigin reikning.

Myndirnar sýna sölufólk okkar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu