31. maí 2024
Breytt þjónustustig á starfsstöðvum SÁÁ í sumar
Árlega stendur SÁÁ frammi fyrir því, líkt og aðrir þjónustuveitendur á heilbrigðissviði, að draga úr þjónustu yfir sumartímann vegna sumarleyfa starfsfólks. Þjónusta SÁÁ er bæði sérhæfð, viðkvæm og veitt af sérþjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki til að tryggja viðunandi gæði meðferðar.
Opnunartíminn
- Vík Kjalarnes lokar 17. júní – 26. júlí
- Von Efstaleiti lokar 1. júlí – 9. ágúst
- Vogur er opinn í sumar
SÁÁ mun eftir sem áður, tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm. Sjúkrahúsið Vogur verður opið og mun sinna fólki með fíknsjúkdóm í takt við þörf. Þá mun þjónusta fyrir einstaklinga í lyfjameðferð við ópíóíðafíkn einnig vera tryggð.
Búast má við að það taki viku að ná upp fullri starfsemi að loknu sumarleyfi.