Fara í efni
01. maí 2024

Fréttatilkynning vegna þjónustu SÁÁ sumarið 2024

Árlega stendur SÁÁ frammi fyrir því, líkt og aðrir þjónustuveitendur á heilbrigðissviði, að draga úr þjónustu yfir sumartímann vegna sumarleyfa starfsfólks. Þjónusta SÁÁ er bæði sérhæfð, viðkvæm og veitt af sérþjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki til að tryggja viðunandi gæði meðferðar.

Þá vill SÁÁ taka fram að Í sumar mun SÁÁ, eftir sem áður, tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm. Sjúkrahúsið Vogur verður opið og mun sinna fólki með fíknsjúkdóm í takt við þörf. Þá mun þjónusta fyrir einstaklinga í lyfjameðferð við ópíóíðafíkn einnig vera tryggð.

Göngudeild SÁÁ og Meðferðarstöðin Vík loka hvort um sig í 6 vikur yfir sumarorlofstíma starfsfólks, en þó með þeim hætti að skörun vari að hámarki 4 vikur. Á sama tíma verður aukinn sveigjanleiki í þjónustu Sjúkrahússins á Vogi og leitað verður leiða til að tryggja sem best samfellu í þjónustu.

SÁÁ bindur vonir við að með nýjum heildarsamningi og góðri samvinnu við Sjúkratryggingar og heilbrigðisyfirvöld náum við í sameiningu að tryggja enn betra aðgengi að þeirri mikilvægu þjónustu sem SÁÁ veitir.