Fara í efni
12. september 2023
Fréttir

Fyrirlestur með Sirrý Arnarsdóttur

Sirrý Arnardóttir fyrirlesari, stjórnendaþjálfari, fjölmiðlakona og rithöfundur verður með fyrirlestur miðvikudaginn 27. september kl. 17:30 - 20:00 í Von, Efstaleiti 7.

Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum

Léttur, hvetjandi og hagnýtur fyrirlestur um leiðir til að njóta sín í mannlegum samskiptum, koma fram af öryggi við hin ýmsu tilefni bæði í raunheimum og á Teams/Zoom.

 Rætt um leiðir til að höndla kvíða, nýta sér sviðsskrekk og sýna sínar bestu hliðar.

Í öllum starfslýsingum í dag er óskað eftir fólki með framúrskarandi samskiptahæfileika og að viðkomandi geti tjáð sig af öryggi. Viðtöl, fundir og mannfagnaðir fara oft fram í rafheimum og því nauðsynlegt að kunna á þetta.

Hægt er að lesa nánar um Sirrý á heimasíðu hennar: sirry.is

Frítt er á fyrirlesturinn en skrá þarf sig á viðburðinn.