Fara í efni
07. febrúar 2024

Galentine's partý hjá Blush

Að vera edrú er stór partur af Edrúar febrúar en einnig að fókusa á heilbrigðan lífstíll, í víðu samhengi og er kynheilbrigði stór hluti af því. Að þekkja sjálft sig, elska og fara vel með sjálft sig. Frá því Blush var stofnað hefur Gerður gjörbreytt umræðu og viðhorfi til sjálfsástar og kynlífs. Í dag telst eðlilegt að tala um þessa hluti. Þetta á ekki að vera feimnismál. Því ætlum við að gera okkur glaðan dag þann 13. febrúar og fagna Galentine's deginum, ástinni og allt þar á milli. Minna okkur á að ekki þarf alltaf að vera áfengi við hönd.

Við ætlum að fagna vináttunni og halda alvöru Galentine’s partý í Blush þriðjudaginn 13. febrúar kl. 18:00-20:00

 

Galentine's er alþjóðlegur dagur tileinkaður vinasamböndum þar sem vinkonur og vinir eru hvött til að eyða deginum saman og fagna vináttunni.

 

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við SÁÁ til að vekja athygli á Edrúar febrúar. Það verða því óáfengar veitingar í boði, Bobbie Michelle mætir á svæðið, DJ Sunna Ben, lukkuhjólið, dildókastið, unaðslegir afslættir og stuð og stemning.

 

Taktu kvöldið frá með þínum allra bestu og eigið unaðslega kvöldstund með okkur í Blush! Viðburðurinn er opinn öllum en til að tryggja sér aðgang þarf að skrá sig hér að neðan þar sem við getum aðeins tekið á móti ákveðnum fjölda fólks.

Skráning á viðburðinn fer fram hér