Fara í efni
04. maí 2023
Fréttir

Íris og Diddi heiðursfélagar

Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn var í gær, 2. maí, voru þau Íris Kristjánsdóttir og Sigurður Friðriksson (Diddi) útnefnd heiðursfélagar SÁÁ. Í ávarpi sínu sagði Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ að þau Íris og Diddi hefðu um langt árabil lagt fram krafta sína í þágu SÁÁ, í félagsstarfi, í fjáröflunum og uppbyggingu húsakynna samtakanna. Framlag þeirra væri mikils virði og þakkarvert.