Fara í efni
18. desember 2025

Jólaálfasalan - síðustu uppgjörin í hús

Síðustu uppgjör úr Jólaálfasölu SÁÁ árið 2025 eru nú að berast í hús og ljóst að salan gekk vonum framar, aldrei hafa selst jafnmargir jólaálfar og landsmenn tóku sölufólki okkar feikivel.

SÁÁ vill þakka öllu því fólki sem keyptu jólaálfinn innilega fyrir stuðninginn, án þeirra væri ekki unnt að halda barnaþjónustu SÁÁ úti.

Við viljum einnig þakka því góða fólki og fyrirtækjum sem léðu okkur aðstöðu og leyfðu sölufólki okkar að vera.

Síðast en alls ekki síst viljum við þakka því fjölmarga frábæra sölufólki sem stóð við að selja álfinn þessa daga. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að.

Ein lítil saga í lokin. Gunnlaugur H. Halldórsson var að selja álfinn í ár. Þegar hann kom að skila af sér gaf hann SÁÁ sölulaunin sín. Takk kærlega Gulli.