04. desember 2025
Jólaálfur SÁÁ fyrir sálfræðiþjónustu barna
Álfasalan fer vel af stað og mikil stemming hjá sölufólki okkar.
Að sögn Stefáns Pálssonar markaðs- og kynningarstjóra SÁÁ er jólaálfurinn í ár tileinkaður sálfræðiþjónustu SÁÁ við börn, en sú þjónusta er alfarið rekin fyrir sjálfsaflafé SÁÁ. Þess vegna skiptir vel heppnuð álfasala gríðarlega miklu máli.
Jólaálfurinn í ár er Pottaskefill og hann er eins og forverar hans á því að kominn sé tími á allt annað líf.
Á myndinni má sjá einn af okkar duglegu sölumönnum.