Fara í efni
18. nóvember 2025

Nýr stofnanasamningur við hjúkrunarfræðinga

SÁÁ og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa undirritað nýjan stofnanasamning sín á milli. Markmið samningsins er að styðja við og efla hlutverk hjúkrununarfræðinga í meðferð fíknsjúdóma hjá SÁÁ.

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, sagði það vera ánægjuefni að hafa náð þessum samningi við hjúkrunarfræðinga. "Það var mjög jákvætt og uppbyggilegt ferli að vinna með félaginu að þessum samningi, því sú vegferð sem félagið er á, um að innleiða starfsþrónarkerfi í samningum sínum, rímar mjög vel við stefnu og samþykktir SÁÁ. SÁÁ hefur unnið að því í töluverðan tíma að styðja við og bæta sérþekkingu starfsfólksins sem kemur að meðferðinni. Því má segja að þessi samningur falli mjög vel að tilgangi SÁÁ sem kemur fram í samþykktum SÁÁ."

Í samningnum er m.a. tekið á því hvernig starfsaldur er metinn, hvernig persónubundnir þættir eins og formleg viðbótarmenntun er metin og hvernig strarfsþróun fer fram. 

Í samþykktum SÁÁ um hlutverk samtakanna, eru m.a. ákvæði um að styrkja starfsfólk til sérmenntunar í feltinu og að vinna að fræðslu og menntun fagstétta sem að meðferðinni koma. Þá skal tryggja að í meðferðinni starfi fagfólk í heilbrigðisþjónustu og að það eigi að veita þeim sem til SÁÁ leita, heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki. "Þannig að þessi samningur rímar mjög vel við þau markmið." sagði Ragnheiður Hulda að lokum. 

Hér er hlekkur á frétt Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Á myndunum eru þær Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ og Helga Rósa Másdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.