18. desember 2025
Opnunartími á Göngudeild yfir hátíðarnar
Starfsemi SÁÁ verður óbreytt yfir hátíðarnar að því undanskildu að lokað verður á rauðum dögum í Göngudeildinni Von: aðfangadag (24. desember), jóladag (25. desember), annan í jólum (26. desember), gamlársdag (31. desember) og nýársdag (1. janúar).
Opið er alla virka daga samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.
Göngudeild SÁÁ á Norðurlandi er í jólafríi og opnar aftur mánudaginn 5. janúar.
Við hvetjum fólk til að leita sér aðstoðar og hafa samband ef þörf er á.