Fara í efni
09. maí 2025

Stuðningur að norðan heldur áfram – fleiri fyrirtæki bæta álfi í safni

Áfram heldur álfurinn sinni ferð um landið og nú hefur hann tekið sér fleiri stopp víða á Norðurlandi þar sem samhent og velviljuð fyrirtæki hafa tekið á móti honum með opnum örmum. Stóri álfurinn hefur fengið ný heimili hjá fjölda aðila sem styðja við starf SÁÁ með stolti – og að sjálfsögðu með bros á vör.

Maggi málarameistari hjá Litblæ lét ekki sitt eftir liggja og tryggði sér einn stóra álfa í tilefni sölunnar – kærar þakkir fyrir hlýjan og kærkominn stuðning.

Fixa sýnir enn og aftur hversu dýrmætur tryggur stuðningur getur verið. Liðið hjá Fixa hefur ítrekað styrkt SÁÁ með kaupum á stórum álfi – og bætist nú nýr við í safnið þeirra. Takk fyrir traustan stuðning ár eftir ár!

Kjarnafæði heldur áfram að vera dyggur bakhjarl með kaupum á stórum álfi sem nú prýðir höfuðstöðvar fyrirtækisins. Við kunnum ykkur bestu þakkir fyrir traust og rausnarlegt framlag.

Bakaríið við brúna tekur virkan þátt í álfasölunni og álfurinn hefur þegar komið sér vel fyrir – umvafinn kræsingum og hlýju. Við hjá SÁÁ þökkum kærlega fyrir stuðninginn.

HeiðGuðByggir sýna málefninu áframhaldandi stuðning með því að taka þátt í álfasölunni að nýju – og bæta öðrum álfi í safnið sitt. Slík samfella skiptir okkur öllu máli. Takk fyrir það.

Tengir hefur styrkt átak SÁÁ með myndarlegum hætti í ár með kaupum á stórum álfi. Við berum þeim okkar bestu þakkir fyrir öflugan stuðning.

Hnjúkur ehf. er einnig meðal þeirra sem standa við bakið á starfi SÁÁ með kaupum á stóra álfinum og eiga fyrirtækið og starfsfólk þess innilegar þakkir skilið.

Verkval keypti sinn fyrsta álf í dag.

Vitinn Mathús gerðu slíkt hið sama en þeir leyfa okkur einnig að selja litla álfinn í hádeginu hjá sér.

 

Við hjá SÁÁ erum hjartanlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem hefur borist – nær og fjær. Álfurinn heldur áfram ferð sinni um landið og við minnum á að litlir álfar eru fáanlegir hjá sjálfboðaliðum víða um land.

Saman gerum við gagn. Áfram með álfinn!