Fara í efni
24. apríl 2023
Fréttir

Viltu vera sjálfboðaliði hjá SÁÁ ?

Við leitum eftir öflugum og áhugasömum ungmennum (18-26 ára) til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í U hóp. Markmiðið er að styrkja ungmenni í meðferð með því að veita jafningjastuðning. Reynslan hefur sýnt að þeir sem veita jafningjum stuðning styrkja sinn eigin bata. Sjálfboðaliðar fá þjálfun í að efla samskipta færni og fræðslu um hvernig jafningjastuðningur fer fram. Um er að ræða sjálfboðaliðavinnu í 3-4 klukkutíma á viku í 3 mánuði og hefst starfið í byrjun ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Deila eigin reynslu á að vera í bata frá fíknsjúkdóm
  • Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur
  • Virkur þátttakandi í U hópinn
  • Leiðir hópumræður
  • Stuðla að góðum og valdeflandi anda

Við erum að leita að fólki sem...

  • Hefur áhuga á að starfa með einstaklingum með fíknsjúkdóm
  • Hefur góða samstarfshæfni og færni í samskiptum
  • Er stundvíst og reglusamt
  • Hefur jákvætt hugarfar, metnað og áhuga á að stuðla að bata fólks
  • Hefur 2 ára bindindi frá vímuefnum og fjárhættuspilum

Frekari upplýsingar og skráning

Nánari upplýsingar hjá Júlíu Guðrúnu Aspelund, verkefnisstjóra, juliag@saa.is

Hér er hægt að skrá sig sem sjálfboðaliði