Vinardrengir styrkja SÁÁ
Íbúar á Vin, búsetuúrræði SÁÁ, ákváðu að safna fé til að styrkja SÁÁ. Þeir lögðu til dósasjóðinn sinn ásamt fleiru og afhentu Önnu Hildi Guðmundsdóttur formanni SÁÁ kr. 50.000 nú í morgun, með þeim orðum að það ætti að nýta þetta fé í það sem hún teldi mikilvægast á þessari stundu. Anna Hildur sagði þegar hún tók við peningunum að þessi gjöf kæmi sér vel og yrði nýtt til að bæta aðstöðu skjólstæðinga SÁÁ. Hún þakkaði piltunum innilega fyrir og benti á að edrúmennska í kjölfar meðferðar hjá SÁÁ væri ávísun að “allt annað líf”.
Á myndunum má sjá Önnu Hildi taka við peningunum úr hendi Helga Ólafssyni íbúa á Vin og svo nokkra vinarpilta ásamt Önnu Hildi og starfsfólkinu á Vin, þeim Bjarney og Reynari.