Hluti áfengis- og vímuefnasjúklinga kemur á göngudeildina til að leita ráðlegginga og greiningar á vanda sínum. Ef niðurstaða greiningarviðtals gefur tilefni til er viðkomandi lagður inn á sjúkrahúsið Vog við fyrsta tækifæri og þá hefst hefðbundin áfengis- og vímuefnameðferð. Oft er hins vegar hægt að leysa vanda fólk án þess að til innritunar á Vog þurfi að koma.
Viðtalsþjónusta
Viðtalsþjónusta við ráðgjafa á göngudeild er veitt alla virka daga, bæði fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur frá kl 8 til kl 16.
Dagmeðferð
Hægt er að sækja dagmeðferð á göngudeild í Reykjavík. Dagmeðferð hentar þeim sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, búa við góðar félagslegar aðstæður og góða líkamlega heilsu.
Eftirfylgni og stuðningur
Að lokinni meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og/eða inniliggjandi eftirmeðferð á Vík er boðið upp á áframhaldandi meðferð á göngudeildum SÁÁ í 12 mánuði. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði. Stuðningshópur er einnig í boði alla daga.
Fjölskyldumeðferð
Fjölskyldumeðferð er fyrir aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm, að henni lokinni geta þátttakendur nýtt sér vikulega eftirfylgni á göngudeild.
Lesa meira um fjölskyldumeðferð
Sálfræðiþjónusta barna
Í göngudeildinni í Reykjavík, er veitt sálfræðiþjónusta fyrir börn á aldrinum 8-18 ára sem eru aðstandendur fólks með fíknsjúkdóm. Meðferðin er sérhæft inngrip sálfræðings í 8 viðtölum.
Lesa meira um sálfræðiþjónustu barna
Opin fyrirlestraröð fyrir alla
Boðið er upp á fyrirlestra í göngudeildinni í Reykjavík fjóra daga vikunnar kl. 13.00. Fyrirlestrarnir eru í boði fyrir alla sem vilja afla sér þekkingar um fíknsjúkdóminn.
U-hópur (ungmennameðferð)
Vikulega er opinn meðferðarhópur með ráðgjafa og sálfræðingi fyrir ungt fólk með fíknsjúkdóm. Hópurinn hittist á miðvikudögum kl. 17.00 í Von, Efstaleiti 7.
Meðferð fyrir fólk með spilafíkn
Fólk með spilafíkn og aðstandendur þeirra geta fengið einstaklingsviðtöl við ráðgjafa. Einnig er boðið upp á helgarmeðferð við spilafíkn.
Lesa meira um meðferð við spilafíkn