Fara í efni

Göngudeild í Reykjavík

Þeir sem búsettir eru á Reykjavíkursvæðinu, eru eldri en 25 ára og búa við nógu góðar félagslegar aðstæður og líkamlega heilsu eiga kost á göngudeildarmeðferð í Reykjavík fjóra daga vikunnar fyrstu fjórar vikurnar en síðan einu sinni í viku næstu þrjá mánuðina.

Viðtalsþjónusta

Viðtalsþjónusta við ráðgjafa á göngudeild er veitt alla virka daga, bæði fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur frá kl 8 til 16.

Dagmeðferð

Hægt er að sækja dagmeðferð á göngudeild í Reykjavík að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi. Dagmeðferð hentar þeim sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, búa við góðar félagslegar aðstæður og góða líkamlega heilsu. Dagmeðferð er frá kl. 13.00-15.00, fjóra daga vikunnar frá mánudögum-fimmtudaga í fjórar vikur. Að því loknu einu sinni í viku í þrjá mánuði.

Eftirfylgni og stuðningur

Að lokinni meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi og/eða inniliggjandi eftirmeðferð á Vík er boðið upp á áframhaldandi meðferð á göngudeildum SÁÁ í 12 mánuði. Mismunandi hópar fá mismunandi úrræði. Stuðningshópur er einnig í boði alla daga.

Opin fyrirlestraröð fyrir alla

Boðið er upp á fyrirlestra í göngudeildinni í Reykjavík fjóra daga vikunnar, mán.-fim. kl. 13.00. Fyrirlestrarnir eru í boði fyrir alla sem vilja afla sér þekkingar um fíknsjúkdóminn.


Sjá einnig göngudeild á Akureyri.