14. apríl 2021
Greinar
Meðferð snýst um uppbyggingu, stuðning, fræðslu og eftirfylgni
Samheldið teymi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, ráðgjafa, sálfræðinga og lækna á sjúkrahúsinu Vogi vinna í sameiningu að því að hjálpa fólki að ná bata.
Á Vog leitar ólíkur hópur fólks allt frá 18 ára til áttræðs sem er misjafnlega langt leitt í neyslu. Einstaklingsmiðuð viðtöl eru því mikilvægur hluti af meðferðinni auk hópfunda og fyrirlestra.