Fara í efni

Fréttir & greinar

07. febrúar 2024

Edrúarbolur með Rúbinu fatahönnuð

Í tilefni af Edrúar febrúar vildum við selja boli til styrktar SÁÁ og höfðum við samband við ungan fatahönnuð sem er að klára síðasta árið sitt í Listaháskóla Íslands.  Rúbína Singh er 26 ára gömul og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku. Hægt er að fylgjast með verkum hennar á Instagram síðu hennar: rubinasingh_ Það verður spennandi að...
01. febrúar 2024

Fræðsluerindi - Að tala við börn um fíknsjúkdóminn í fjölskyldunni

Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir og Silja Jónsdóttir, sálfræðingar í Barnaþjónustu SÁÁ munu flytja fræðslu fyrir foreldra og aðra aðstandendur og stýra umræðum um hvernig eigi að tala við börn um fíknsjúkdóminn í fjölskyldunni.
31. janúar 2024

Vertu með í Edrúar

Edrúar febrúar SÁÁ hvetur landsmenn til þess að prófa Edrú lífstíl í febrúar og fá sem flesta til að finna það á eigin skinni hvað það er gott að sleppa því að neyta áfengis, amk í Edrúar. Í tengslum við Edrúar verðum við með fræðslumola inná samfélagsmiðlum um skaðsemina en fyrst og fremst viljum við vekja athygli á þeim heilbrigða lífstíl sem...
11. janúar 2024

Göngudeildarmeðferð SÁÁ við spilafíkn - Umræðuefni

Göngudeildarmeðferð við spilafíkn er vikulegt úrræði alla fimmtudags frá kl. 16:00 - 18:00 og er engin þörf að skrá sig. Það er engin skulbinding, bara að mæta. Öll velkomin! Fyrirlestur er kl. 16:00 og stuðningshópur kl.17:00. Það er möguleiki að mæta í hvorutveggja eða annað hvort. Allt eftir hentugleika.    Hér má sjá...
03. janúar 2024

Áramótakveðja frá formanni SÁÁ

Kæru vinir og velunnarar SÁÁ, Við áramót er ávallt heilbrigt að líta um öxl og gera upp það sem gert hefur verið og um leið líta fram á við til að gera sér grein fyrir verkefnum sem fyrir liggja. Starfssemi SÁÁ er í jafnvægi um þessar mundir. Við höfum tryggt fjármagn í þá þjónustu sem við getum veitt. Jafnframt höfum við óskað eftir því við...
13. desember 2023
Fréttir

Göngudeildin á Akureyri yfir jól og áramót

Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokuð frá og með fimmtudaginn 14. desember.  Hægt verður að ná í ráðgjafa frá Efstaleiti í síma 824-7609. Eftir áramót verður síðan breyting á opnunartíma þar sem opið verður þrjá daga í viku, mánudögum, þriðjugödum og miðvikudögum. 
29. nóvember 2023
Fréttir

Jólaálfaleikur SÁÁ

Í samstarfi við Strætó ætlum við að henda af stað Jólaálfaleik þar sem þú getur unnið veglegt gjafabréf
28. nóvember 2023
Fréttir

Jólaálfur SÁÁ kom til byggða með Strætó

  Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti í hádeginu í strætóskýlið við Lækjartorg til að taka á móti Jólaálfi SÁÁ, sem að þessu sinni kom til byggða með strætó. Samferða Jólaálfinum í strætó voru Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ, Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó og Ásgerður Erla Haraldsdóttir starfsmaður SÁÁ sem...
21. nóvember 2023
Fréttir

Laus störf hjá SÁÁ

Á heimasíðu Alfred.is er að finna lausar stöður hjá SÁÁ. Komdu og starfaðu með öflugu þverfaglegu teymi sérfræðinga við að sinna bæði inniliggjandi og/eða göngudeildarþjónustu. Skoða laus störf hér
03. nóvember 2023
Fréttir

Höfðingleg gjöf til SÁÁ

Á dögunum var SÁÁ færð höfðingleg peningagjöf frá Ásdísi Lilju Sveinbjörnsdóttur og tók Ásgerður Björnsdóttir við gjöfinni fyrir hönd SÁÁ. Við þökkum Ásdísi innilega fyrir gjöfina sem kemur SÁÁ svo sannarlega vel.