21.jún 2018
Greinar
Þegar fjölskyldur sameinast veit ég að ég er að gera gagn
Siggi Gunnsteins er kvikur og léttur á fæti, brosmildur og fljótur í tilsvörum. Hann er einn elsti og reyndasti áfengis- og vímuefnaráðgjafi landsins – fagnar 40 ára starfsafmæli á árinu. Í vor urðu líka þau tímamót í lífi Sigga að hann átti 40 ára edrúafmæli. Þann 8. maí 1978 fór Siggi í afeitrun upp í Reykjadal, á fyrstu starfsárum SÁÁ. Hann hreifst svo af starfsandanum að hann bað um vinnu hjá félaginu að lokinni meðferð.