24.apr 2023
Fréttir
Viltu vera sjálfboðaliði hjá SÁÁ ?
Við leitum eftir öflugum og áhugasömum ungmennum (18-26 ára) til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í U hóp. Markmiðið er að styrkja ungmenni í meðferð með því að veita jafningjastuðning. Reynslan hefur sýnt að þeir sem veita jafningjum stuðning styrkja sinn eigin bata. Um er að ræða sjálfboðaliðavinnu í 3-4 klukkutíma á viku í 3 mánuði og hefst starfið í byrjun ágúst.